Forstjóri Samgöngustofu leiðréttur

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. mbl.is/Hanna

Sam­göngu- og ut­an­rík­is­ráðuneyt­un­um hef­ur ekki form­lega verið gerð grein fyr­ir um­sókn­um flugrek­enda um her­gagna­flutn­inga und­an­far­in ár. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­göngu­stofu. 

Annað mátti skilja á orðum Þórólfs Árna­son­ar, for­stjóra Sam­göngu­stofu, í viðtali sem hann veitti að lokn­um fundi ut­an­rík­is­nefnd­ar og sam­göngu- og um­hverf­is­nefnd þar sem hann var gest­ur ásamt Sig­urði Inga Jó­hanns­syni sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðherra.

Á fund­in­um voru vopna­flutn­ing­ar Air Atlanta flug­fé­lags­ins rædd­ir. Þórólf­ur sagðist telja víst að ráðuneyt­un­um hefði verið kunn­ugt um flutn­inga flug­fé­lags­ins Air Atlanta með her­gögn.

Í til­kynn­ingu frá Þór­hildi El­ínu El­ín­ar­dótt­ur, sam­skipta­stjóra Sam­göngu­stofu, sem send var til fjöl­miðla nú síðdeg­is seg­ir að Þórólf­ur hafi of sterkt „að orði kveðið því hin síðustu ár hef­ur ráðuneyt­un­um ekki verið gerð sér­stök grein fyr­ir um­sókn­um ein­stakra flugrek­enda með form­leg­um hætti.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert