Grunsamlegur maður myndaði hús

Lögregla hefur fengið tilkynningu vegna grunsamlegra mannaferða.
Lögregla hefur fengið tilkynningu vegna grunsamlegra mannaferða.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið eina tilkynningu vegna grunsamlegs manns sem stóð úti á götu og virtist vera að taka myndir af húsi. Þegar húsráðandi ætlaði að ná tali af manninum flýtti hann sér upp í bíl og brunaði í burtu.

Fjallað var um málið í hópnum „Vesturbærinn“ á Facebook í byrjun vikunnar. Þar varaði málshefjandi við manninum sem virtist vera að grandskoða hús. 

Fleiri höfðu tekið eftir svipuðum mannaferðum fyrir utan heimili sín til að mynda greindi maður frá því að hann hefði tekið eftir svipuðum mannaferðum fyrir utan heima hjá sér í Kópavogi.

„Við höfum fengið eina tilkynningu út af þessu,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann sagði að lögregla gæti lítið aðhafst en hún þyrfti helst að fá fleiri tilkynningar og bílnúmer til þess.

Jóhann segir að þessi tilkynningin tengist ekki innbrotum í Hafnarfirði og Garðabæ. Fjórir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um innbrot, tveir þeirra hand­tekn­ir fyr­ir inn­brot í heima­hús í Hafnar­f­irði á þriðju­dag en áður höfðu tveir menn verið hand­tekn­ir fyr­ir inn­brot í Garðabæ.

„Þetta er ekki svipað og það sem hefur gerst þar. Þetta er þá eitthvað annað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert