Heimildir ekki veittar af núverandi stjórn

Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frá síðasta hausti hef­ur sveit­ar­stjórn­ar- og sam­gönguráðuneytið veitt tvær und­anþágur vegna flutn­ings her­gagna en tveim­ur um­sókn­um hef­ur verið hafnað. Und­anþága var ann­ars veg­ar veitt vegna flutn­ings her­gagna til Sádi Ar­ab­íu en í hins veg­ar var um að ræða flutn­ing fyr­ir aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) á öðrum búnaði en vopn­um.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu á vefsíðu ráðuneyt­is­ins. Þar seg­ir enn­frem­ur að slík­ar und­anþágur hafi að minnsta kosti verið veitt­ar frá ár­inu 2008 en ekki hef­ur verið viðhaft sam­ráð við ráðuneytið fyrr en síðastliðið haust þegar er­lent flug­fé­lag óskaði eft­ir heim­ild til þess að flytja tára­gas til Venesúela um ís­lenskt yf­ir­ráðasvæði sem var hafnað.

Fyrr á síðasta ári hafi heim­ild til þess að flytja her­gögn til Sádi Ar­ab­íu einnig verið hafnað. Enn­frem­ur kem­ur fram að eng­ar und­anþágur hafi verið veitt­ar til flutn­inga á árás­ar­vopn­um  með ís­lensk­um flugrek­end­um í tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar. Sam­göngu­stofa fari með fram­kvæmda reglu­gerðar í þess­um efn­um og hafi veitt slík­ar heim­ild­ir und­an­far­in ár.

Unnið að end­ur­skoðun reglu­gerðar

Ráðuneytið inn­leiddi skýr­ara verklag í kjöl­farið og rann­sak­ar nú hverja um­sókn í sam­vinnu við ut­an­rík­is­ráðuneytið. Skal Sam­göngu­stofa nú ávallt senda ráðuneyt­inu um­sókn­ir um und­anþágur. Til­gang­ur nýs verklags sé að tryggja að vopna­flutn­ing­ar með ís­lensk­um loft­för­um fari ekki gegn alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um Íslands í þess­um efn­um.

Mik­il­vægt sé að skýr um­gjörð sé um af­greiðslu slíkra und­anþága í ljósi þess að starf­semi ís­lenskra flugrek­enda teygi sig um all­an heim. Unnið sé að end­ur­skoðun reglu­gerðar­inn­ar um flutn­ing her­gagna með loft­för­um í sam­ráði við ut­an­rík­is­ráðuneytið. Hugs­an­lega sé rétt að fela ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu ábyrgð á fram­kvæmd þeirra vegna eðlis þeirra.

Stefnt sé að því að setja nýja reglu­gerð í opið sam­ráð á sam­ráðsgátt stjórn­ar­ráðsins á næstu vik­um. Frek­ari und­anþágur verði ekki veitt­ar fyrr en ný reglu­gerð hef­ur verið sett og verklag inn­leitt nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um og ætíð í sam­ráði við ut­an­rík­is­ráðuneytið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert