Kæra Atlanta fyrir vopnaflutningana

Herstöðvaandstæðingar hafa kært Air Atlanta fyrir vopnaflutningana.
Herstöðvaandstæðingar hafa kært Air Atlanta fyrir vopnaflutningana.

Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í hádeginu í dag fram kæru á hendur flugfélaginu Atlanta vegna brota á lögum um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu. 

Vísa samtökin í kæru sinni m.a. til umfjöllunar sjónvarpsþáttarins Kveiks, þar sem fram kom að Air Atlanta hafi undanfarin misseri sinnt flutningi á hergögnum til Sádi-Arabíu.

„Samtökin telja ljóst að leyfi opinberra aðila fríar flutningsaðila ekki ábyrgð og  telja ljóst að flugfélagið Atlanta hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög,“ segir í fréttatilkynningu samtakanna. 

Minna þau á að heimild sé í lögum fyrir „upptöku á hlutum sem hafa verið notaðir til brots og telja að lögregla hljóti að íhuga hvort haldleggja skuli flutningavélar félagsins sem og fjármuni sem ætla má að fyrirtækinu hafi áskotnast vegna viðskiptanna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert