Undirmönnun leiðir til örorku meðal sjúkraliða

Sjúkraliðar að störfum á Grensásdeild Landspítalans.
Sjúkraliðar að störfum á Grensásdeild Landspítalans. mbl.is/Golli

Kristín Á. Guðmundsdóttir, sem lætur af embætti formanns Sjúkraliðafélags Íslands á aðalfundi félagsins í maí, segir óhugnanlegt hversu margir sjúkraliðar séu metnir öryrkjar.

„Það er svo mikil undirmönnun á vinnustöðunum og veikindi að það endar oft með örorku sjúkraliða, ef ekkert er að gert,“ segir Kristín í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þessar upplýsingar um hlutfallslega mikla örorku meðal sjúkraliða koma fram þegar félagaskrár Sjúkraliðafélagsins eru bornar saman við opinberar skrár og einnig þegar reiknað er út hlutfall starfsstétta vinnumarkaðarins í starfsendurhæfingu hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert