Matarmarkaður í Skeifunni í sumar

Stemningin í Skeifunni verður vonandi í líkingu við Papirøen í …
Stemningin í Skeifunni verður vonandi í líkingu við Papirøen í Kaupmannahöfn.

Lítið gámaþorp verður reist í Skeifunni í sumar en innan þess verður seldur götumatur, pop up-búðir verða opnar, leikir á HM verða sýndir á stórum skjá og tónlistarmenn troða upp.

Þetta verkefni kallast BOX og verður opið frá 1. júní til 29. júlí, á fimmtudögum til sunnudaga. Skipuleggjandi er Róbert Aron Magnússon sem segir að þessi menning hafi verið að sækja í sig veðrið á Íslandi og nú verði farið alla leið.

Gámaþorpið verður þar sem nú er bílastæði við hlið verslunar Rúmfatalagersins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka