Tekið fyrir „eins fljótt og aðstæður leyfa“

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/Ófeigur

Vantrauststillaga sem þingmenn Pírata og Samfylkingar hafa lagt fram gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra verður tekin fyrir á þingi „eins fljótt og aðstæður leyfa“.

Það sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við mbl.is. Tillagan var skráð rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og verður henni útbýtt við upphaf þingfundar í dag.

„Núna fer ég að heyra í aðilum og heyra óskir eða afstöðu flutningsmanna og stjórnarflokka og kanna hvenær menn geta farið í þetta,“ segir Steingrímur.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

„Menn hafa yfirleitt farið í svona umræðu eins fljótt og aðstæður leyfa. Oftast hefur það verið einum til tveimur sólarhringum eftir að tillagan kemur fram.“

Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm, Píratar, Samfylking, Miðflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins, funduðu um að leggja fram vantraust á dómsmálaráðherra í gær. Eins og áður sagði lögðu Píratar og Samfylkingin vantrauststillöguna fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert