Leita enn staðfestingar á falli Íslendings

Mynd­band sem sagt er vera af Hauki Hilm­ars­syni og tekið …
Mynd­band sem sagt er vera af Hauki Hilm­ars­syni og tekið í Afr­in í Sýr­landi í ár hef­ur verið birt á YouTu­be. Íslensk yfirvöld hafa enn ekki geta staðfest fréttir af að hann hafi farist í Sýrlandi. Skjáskot/YouTube

Enn er verið að leita staðfestingar á því hvort að fréttir um að Íslendingur hafi fallið í Sýrlandi eigi við rök að styðjast. Þetta staðfesti Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins í samtali við mbl.is nú í kvöld.

Sagði Sveinn ráðuneytið og íslensk yfirvöld leita allra leiða til að staðfesta sannleiksgildi fréttarinnar og að ræðismaður Íslands í Tyrklandi eigi m.a. í samskiptum við þarlend stjórnvöld vegna málsins, en enginn slík staðfesting hafi hins vegar enn fengist.

Tyrkneskir fjöl­miðlar hafa haldið því fram að Hauk­ur Hilmarsson hafi fallið í árás­um Tyrkja í Afr­in. Þar hef­ur Tyrk­lands­her hafið stór­sókn gegn sveit­um Kúrda sem hafa farið með yf­ir­ráð á svæðinu. 

Hauk­ur er son­ur Evu Hauks­dótt­ur sem biðlaði til al­menn­ings á heimasíðu sinni í morg­un  um að veita upp­lýs­ing­ar um ferðir Hauks síðasta árið.

Mynd­band sem sagt er vera af Hauki Hilm­ars­syni og tekið í Afr­in í Sýr­landi í ár hef­ur verið birt á YouTu­be. Á mynd­band­inu seg­ist hann vera á staðnum til að sýna sam­stöðu með bylt­ing­unni og til að berj­ast við hlið fé­laga sinna til að verja þann ár­ang­ur sem þegar hafi náðst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert