Embætti ríkislögreglustjóra fundar í dag með aðstandendum Hauks Hilmarssonar en íslensk yfirvöld leita allra leiða til að staðfesta hvort fréttir um að Haukur hafi látið lífið í Sýrlandi eigi við rök að styðjast.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri staðfesti þetta við mbl.is og sagði að embættið væri að vinna í málinu. Hann bætti við að embættið hafi leitað til þeirra erlendu aðila sem þeir séu í sambandi við en hafi ekki fengið staðfestingu á því að Haukur hafi látið lífið.
Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, segir að ráðuneytið sé að reyna að fá upplýsingar staðfestar og sé með alla anga úti.