Kæru um vanhæfi landsréttardómara vísað frá

Jón H. B. Snorrason saksóknari og . Vilhjálmur H. Vilhjálmsson …
Jón H. B. Snorrason saksóknari og . Vilhjálmur H. Vilhjálmsson þegar tekist var á um málið í Landsrétti í síðasta mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar um að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli umbjóðanda Vilhjálms sem rekið er fyrir Landsrétti.

Arnfríður hafði áður sjálf, ásamt tveimur öðrum landsréttardómurum, kveðið upp úrskurð þess efnis að hún væri ekki vanhæf og var kröfum Vilhjálms hafnað. Kærði hann úrskurðinn svo til Hæstaréttar sem nú hefur vísað málinu frá.

Niðurstaða Hæstaréttar hefur enn ekki verið birt á vef Hæstaréttar, en Rúv sagði fyrst frá málinu. Vilhjálmur staðfestir í samtali við mbl.is niðurstöðu málsins. Taldi Hæstiréttur að ekki hefði verið kæruheimild samkvæmt lögum á niðurstöðu Landsréttar út frá ágreiningsefninu.

Vilhjálmur vill að Arn­fríður víki í máli um­bjóðanda hans sök­um þess að hún sé ein af fjór­um dóm­ur­um Lands­rétt­ar sem voru ekki á lista sér­stakr­ar hæfn­is­nefnd­ar en dóms­málaráðherra lagði til að yrðu skipaðir. Skip­an henn­ar hafi því gef­ið um­bjóðanda Vil­hjálms efa­semd­ir um sjálf­stæði dóm­stóls­ins.

Verklag Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­málaráðherra við skip­an dóm­ara hafi ekki verið í sam­ræmi við lög og regl­ur og því væri eðli­legt að um­bjóðandi hans hefði efa­semd­ir, sagði Vil­hjálm­ur þegar hann gerði grein fyr­ir kröf­unni í síðasta mánuði. Ásýnd Lands­rétt­ar væri því ekki sú að dóm­ur­inn væri sjálf­stæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert