Listi Sjálfstæðismanna í Árborg

Ásta Stefánsdóttir skipar baráttusæti listans.
Ásta Stefánsdóttir skipar baráttusæti listans.

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur á félagsfundi Sjálfstæðisfélagsins í Árborg í kvöld. Var um að ræða tillögu uppstillingarnefndar sem samþykkt var samhljóða.

Gunnar Egilsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi leiðir listann en Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborg og bæjarfulltrúi skipar fimmta sæti hans og er því í baráttusæti.

Sandra Dís Hafþórsdóttir er ein af núverandi bæjarfulltrúum sem gefur ekki kost á sér og tekur hún því heiðursstæði listans í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Árborg, tekur annað sæti listans.

Kynjahlutföll skiptast annars þannig að tíu konur og átta karla skipa listann.

Listinn lítur svona út:

  1. Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
  2. Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi.
  3. Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi.
  4. Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi.
  5. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborg og bæjarfulltrúi.
  6. Sveinn Ægir Birgisson, skólaliði.
  7. Þórhildur Ingvadóttir, dagforeldri.
  8. Magnús Gíslason, sölustjóri.
  9. Karolína Zoch, aðstoðarverslunarstjóri.
  10. Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari.
  11. Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri.
  12. Ragnheiður Guðmundsdóttir, garðyrkjufræðingur.
  13. Gísli Á. Jónsson, húsasmíðameistari.
  14. Sigríður Guðmundsdóttir, formaður félags eldri borgara.
  15. Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, nemi.
  16. Gísli Gíslason, flokksstjóri.
  17. Guðrún Guðbjartsdóttir, skrifstofumaður.
  18. Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi.

Ásta Stefánsdóttir tók til máls á fundinum og þakkaði það traust sem henni er sýnt að taka baráttu sæti listans. „Ég er full tilhlökkunar og eldmóðs að takast á við þetta skemmtilega verkefni og tryggja forystu sjálfstæðisflokksins í Árborg næstu fjögur árin, Áfram Árborg.“ Ásta lýsti einnig yfir mikilli ánægju með störf uppstillingarnefndarinnar, hvað varðar samsetningu listans og er full bjartsýni fyrir komandi kosningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert