„Við viljum semja“

„Við viljum semja. Það stendur ekki á okkur en fyrst verðum við að leysa ákveðin vandamál frá árinu 2014 sem tengjast nýju vinnumati,“ segir Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. 

Samningar hafa ekki tekist á milli Félags framhaldsskólakennara og ríkisins. Samningar hafa verið lausir frá því í haust. Síðasti fundur samninganefndanna var í gær þar sem viðræðurnar mjökuðust eitthvað áleiðis. Næsti fundur verður 14. mars.  

„Við höfum sýnt mikinn samningsvilja. Við sjáum til lands en vitum ekki alveg hvernig við eigum að sigla fram hjá skerjunum,“ segir Guðríður. Spurð hvort það hafi komið til tals hjá framhaldsskólakennurum að fara í verkfall segir hún að enn sem komið er hafi það ekki komið til umræðu.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka