Skjálfti í hreyfingunni en varað við skotgröfum

Kjör Sólveigar Önnu Jónsdóttur hefur valdið titringi.
Kjör Sólveigar Önnu Jónsdóttur hefur valdið titringi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Titringur er innan verkalýðshreyfingarinnar eftir sigur B-lista Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu og óvissa um hvaða breytingar gætu verið í farvatninu á vettvangi ASÍ og um samstarf stéttarfélaga.

Sólveig Anna, sem tekur við formennskunni 26. apríl, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ætla að funda í dag og stilla saman strengi. Er ekki útilokað skv. heimildum Morgunblaðsins að Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, mæti einnig til þess fundar. Sameiginlega er vægi þessara félaga 53% á vettvangi ASÍ.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að spurningar hafi einnig vaknað um hvort framhald verður á áralöngu samstarfi verkalýðsfélaganna sem mynda Flóabandalagið, Eflingar, Hlífar, VSFK og StéttVest. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, tekur þó ekki undir að það muni líða undir lok. Nokkur tími sé þar til nýr formaður taki við í Eflingu, sem eigi eftir að setja sig inn í málin. Hann segir Flóafélögin vera með marga sameiginlega samninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert