Dýrasta íbúðin metin á hundruð milljóna

Sala hefst fljótlega á íbúðum í turninum í Bríetartúni.
Sala hefst fljótlega á íbúðum í turninum í Bríetartúni. Teikning/PKdM Arkitektum

Sala íbúða í nýjum íbúðaturni í Bríetartúni er að hefjast. Alls eru 94 íbúðir í tveimur húsum og þjónusta og verslun á jarðhæð. Fá dæmi eru um að svo margar íbúðir hafi komið í sölu í einu lagi í miðborg Reykjavíkur á þessari öld.

Meðalverð íbúðanna er um 64,4 milljónir króna og samanlagt verð um 6 milljarðar. Við það bætist söluverð þakíbúðar á 12. hæð sem ætla má að kosti um og yfir 400 milljónir. Þá með hliðsjón af því að á 11. hæð kosta tvær íbúðir 186 og 195 milljónir. Þakíbúðinni fylgir mikið geymslurými, en hún er frátekin fyrir Pétur Guðmundsson, stjórnarformann Eyktar. Ásamt bílskúrum í kjallara og atvinnuhúsnæði á jarðhæð er söluverðmæti hússins líklega yfir 7 milljarðar. Bílskúrarnir kosta frá 10 milljónum.

Ólafur Ingi Ólafsson, tæknistjóri hjá Eykt, sýndi Morgunblaðinu hæðir þrjú, sjö og 11 í húsinu, en íbúðir afhendast fullbúnar og er hægt að lesa nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka