Sólveig fundaði með félagsmönnum

Sólveig Anna Jónsdóttir tekur formlega við embætti á aðalfundi Eflingar …
Sólveig Anna Jónsdóttir tekur formlega við embætti á aðalfundi Eflingar í lok apríl. Haraldur Jónasson/Hari

B-list­inn boðaði til fund­ar með fé­lags­mönn­um Efl­ing­ar í dag. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, ný­kjör­inn formaður Efl­ing­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is þetta hafa verið fyrsta fund­inn af mörg­um þar sem fram fer opið lýðræðis­legt spjall meðal fé­lags­manna.

Fund­ur­inn var óform­leg­ur og hugsaður til þess að mynda tengsl við fé­lags­menn. „Svo sjá­um við fyr­ir okk­ur að í fram­haldi verði fleiri fund­ir þar sem fer fram mark­viss­ari vinna. Þar sem fólk kem­ur til þess að segja okk­ur hverj­ar þeirra vænt­ing­ar eru, þegar kem­ur að kjara­samn­ing­um og slíku,“ seg­ir Sól­veig.

Þegar komi að því að farið verði að móta kröf­ur fé­lags­ins verði búið að fara ræki­lega yfir hvað kröf­ur fé­lags­menn setji í for­gang og hvað þeim finn­ist liggja mest á að laga. „Við meint­um það svo inni­lega sem við sögðum í þess­ari kosn­inga­bar­áttu. Þessi löng­un okk­ar til að lýðræðisvæða og virkja grasrót fé­lags­ins er raun­veru­leg,“ seg­ir hún.

Sól­veig tek­ur við sem formaður Efl­ing­ar á aðal­fundi fé­lags­ins í lok apríl. Hún fer á fund Sig­urðar Bessa­son­ar, sitj­andi for­manns Efl­ing­ar, í vik­unni. Að henn­ar sögn leggst sá fund­ur vel í hana. „Ég er bara mjög spennt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka