Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gat út 433 sektir fyrir stöðubrot um helgina, flestar í Laugardalnum.
„Laugardalurinn var áberandi, en því miður virðist fólk seint ætla að læra að nóg er af stæðum í dalnum, þótt það þurfi að labba aðeins. Samtals eru 1700 bílastæði í dalnum og því alveg óþarfi að leggja uppi á grasbölum og umferðareyjum,“ segir á Facebook-síðu lögreglunar í dag.