Fannst meðvitundarlaus utandyra

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Karlmaður á fertugsaldri fannst meðvitundarlaus á horni Kirkjuvegar og Vestmannabrautar aðfaranótt mánudags.

Að sögn Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn eftir lífgunartilraunir.

Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað, að sögn Jóhannesar.

Málið verður áfram rannsakað af lögreglunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert