Handtekinn fyrir utan fangelsið

Sveinn Gestur Tryggvason (t.h.) í dómssal.
Sveinn Gestur Tryggvason (t.h.) í dómssal.

Undarleg uppákoma varð við fangelsið á Hólmsheiði í gær þegar Sveini Gesti Tryggvasyni, sem dæmdur var í sex ára fangelsi í tengslum við dauða Arnars Jónssonar Aspar á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi.

Sveinn áfrýjaði dómi sínum til Landsréttar og situr í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur þar. Gæsluvarðhald yfir honum rann út klukkan 16 í gær og svo virðist sem það hafi farist fyrir að fara fram á áframhaldandi varðhald í tæka tíð.

Því gekk Sveinn frjáls út úr fangelsinu í gær – en beint í flasið á hópi lögreglumanna. Var hann handtekinn á bílastæðinu við fangelsið á Hólmsheiði og færður beint í héraðsdóm þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru fjórir lögreglubílar sendir á vettvang þegar mistökin uppgötvuðust, en ekki reyndist þörf á þeim liðsafla því Sveinn Gestur var rólegur og samvinnuþýður.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari var staddur erlendis þegar Morgunblaðið náði af honum tali í gærkvöld og gat ekki veitt neinar upplýsingar um málið. Ekki náðist í Björgvin Jónsson, lögmann Sveins Gests.

Sveini var í héraði jafnframt gert að greiða sam­tals 32 millj­ón­ir í miska­bæt­ur til unn­ustu Arn­ars, tveggja dætra hans og for­eldra. Einnig var Sveini gert að greiða um 12,9 millj­ón­ir í sak­ar­kostnað, mál­svarn­ar­laun, rétt­ar­gæslu og út­far­ar­kostnað.

Sveinn Gest­ur var ákærður fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás en ekki mann­dráp í tengsl­um við and­lát Arn­ars Jóns­son­ar Asp­ar, en hann lést í kjöl­far árás­ar­inn­ar. Átti árás­in sér stað við heim­ili Arn­ars í Mos­fells­dal 7. júní á þessu ári.

Arn­ar var sagður hafa kafnað vegna mik­ill­ar minnk­un­ar á önd­un­ar­hæfni sem olli ban­vænni stöðukæf­ingu sem má rekja til ein­kenna æs­ing­sóráðs vegna þvingaðrar fram­beygðrar stöðu sem Sveinn hélt Arn­ari í.

Sveinn er sagður hafa haldið hönd­um Arn­ars fyr­ir aft­an bak þar sem Arn­ar lá á mag­an­um og tekið hann hálstaki og slegið hann ít­rekað í and­lit og höfuð með kreppt­um hnefa. Eru af­leiðing­ar þess­ar árás­ar tald­ar hafa valdið and­láti Arn­ars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert