„Það er ekkert sjálfgefið að framboð til forseta sé endilega með velvilja forystumanna stærstu félaga eða sambanda. Það eru bara þingfulltrúarnir sem ákveða þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um gagnrýni verkalýðsforingja á setu hans í forystu ASÍ.
„85 þingfulltrúar VR eða 64 þingfulltrúar Eflingar eru vafalaust ekki allir eins þenkjandi,“ segir Gylfi, sem hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gefur kost á sér áfram sem forseti á þingi ASÍ í haust.
Hann hringdi í gær í Sólveigu Önnu Jónsdóttur og óskaði henni til hamingju með sigurinn í Eflingu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.