Drögum fjárlaganefndar breytt

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson Kristinn Magnússon

Sigrún Jenný Barðadóttir, sem leiddi störf fjárlaganefndar Sjálfstæðisflokksins við samningu draga að ályktun landsfundar flokksins um fjárlög, segir að ein málsgrein í drögunum, sem ekki samræmist stefnu Sjálfstæðisflokksins um upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils, verði fjarlægð úr drögunum og vísað til efnahags- og viðskiptanefndar.

Í Morgunblaðinu í dag segist Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki ætla að tjá sig um drög að ályktun, sem landsfundurinn á eftir að fjalla um.

„Ég  Hins vegar get ég sagt að ég er ekki þeirrar skoðunar, að við eigum að stefna að upptöku annars gjaldmiðils. Ég er þeirrar skoðunar að það hefði verið stórkostlega ábyrgðarlaust að eiga ekki í handraðanum, ný þjóðhagsvarúðartæki, samhliða haftaafnáminu, til þess að sýna fram á að við myndum ekki láta það gerast aftur, að vaxtamunaviðskipti færu af stað. Þess vegna studdi ég eindregið upptöku þessara þjóðhagsvarúðartækja, sem felast í þessum inngripum Seðlabankans. Það er síðan önnur umræða hversu skarpt eigi að beita tækjunum. Þá umræðu munum við taka á Alþingi á næstunni,“ segir Bjarni í blaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert