Eignir meðlima Sigur Rósar kyrrsettar

Sigurrós á tónleikunum Norður og niður.
Sigurrós á tónleikunum Norður og niður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, að kröfu tollstjóra. Um er að ræða kyrrsetningu upp á tæplega 800 milljónir króna sem nær til allra þriggja meðlima sveitarinnar; Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ástæðan rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum skattalagabrotum. Allir þrír mótmæltu kyrrsetningunni á grundvelli þess að stór hluti hennar varðaði einfalda túlkun á tekjuskattslögum. Um hefði verið að ræða handvömm endurskoðanda en ekki ásetning.

Frétt Fréttablaðsins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert