Segja upp samningi um rekstur sjúkrabíla

Þrjú ár eru síðan samn­ing­ur rík­is­ins og Rauða kross­ins um …
Þrjú ár eru síðan samn­ing­ur rík­is­ins og Rauða kross­ins um end­ur­nýj­un og rekst­ur sjúkra­bíla rann út og hafa samningar verið laus­ir upp frá því. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkið um rekstur sjúkrabíla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Ekki er ljóst hvort velferðarráðuneytið muni sjá um rekstur sjúkrabíla eða hvort hann verði boðinn út.

Þrjú ár eru síðan samn­ing­ur rík­is­ins og Rauða kross­ins um end­ur­nýj­un og rekst­ur sjúkra­bíla rann út og hafa samningar verið laus­ir upp frá því. Sjúkra­bíl­arn­ir eru í eigu Sjúkra­bíla­sjóðs Rauða kross­ins sem jafn­framt sér um rekst­ur þeirra. Haustið 2016, þegar samn­ing­ur var nán­ast í höfn, kom óvænt út­spil frá ráðuneyt­inu um að bíl­arn­ir skyldu vera í eigu rík­is­ins án frek­ari út­færslna á því hvernig það yrði út­fært.

Krist­ín S. Hjálm­týs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Rauða kross­ins, átti síðast fund með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í janúar vegna rekstursins. 

Frétt mbl.is: Vilji til að semja um rekstur sjúkrabíla

„Á síðustu vikum hefur orðið ljóst að stjórnvöld og ráðuneyti vilja taka yfir rekstur sjúkrabíla á næstu árum og því hefur Rauði krossinn á Íslandi ákveðið að slíta samstarfinu,“ segir í tilkynningu samtakanna.

Rauði krossinn á Íslandi hefur átt og rekið sjúkrabíla í 90 ár og voru deildir Rauða krossins víða um land stofnaðar í kringum kaup á sjúkrabílum. Fyrst átti og rak Rauði krossinn sjúkrabílana einn í 70 ár en síðustu 20 ár samkvæmt samningi við íslenska ríkið með rekstri Sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Rauði krossinn á nú 78 sjúkrabíla sem staðsettir eru víðs vegar um landið.

Í tilkynningu Rauða krossins kemur fram að rekstur Sjúkrabílasjóðs Rauða krossins hefur verið afar hagkvæmur. „Enginn arður hefur verið tekinn úr sjóðnum og settur í önnur verkefni, heldur ef rekstrarafgangur hefur verið hefur hann verið nýttur til fjárfestinga í nýjum bílum, tækjum og tólum eða til að lækka framlag ríkisins til sjóðsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert