Andlát: Guðjón A. Kristjánsson

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson.

Guðjón Arn­ar Kristjáns­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður Frjáls­lynda flokks­ins, er lát­inn eft­ir bar­áttu við krabba­mein, á 74. ald­ursári.

Guðjón fædd­ist á Ísaf­irði þann 5. júlí 1944. For­eldr­ar hans voru Kristján Sig­mund­ur Guðjóns­son smiður og Jó­hanna Jak­obs­dótt­ir hús­móðir. Hann lauk fiski­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1966 og starfaði sem skip­stjóri frá 1967 til 1997.

Þá gegndi hann ýms­um fé­lags- og stjórn­un­ar­störf­um, m.a. sem formaður Skip­stjóra- og stýri­manna­fé­lags­ins Bylgj­unn­ar frá 1975 til 1984 og for­seti Far­manna- og fiski­manna­sam­bands Íslands frá 1983 til 1999.

Guðjón var alþing­ismaður Vest­f­irðinga frá 1999 til 2003 og alþing­ismaður Norðvest­ur­kjör­dæm­is frá 2003 til 2009 fyr­ir Frjáls­lynda flokk­inn. Þá var hann formaður þing­flokks Frjáls­lynda flokks­ins frá 1999 til 2004.

Guðjón læt­ur eft­ir sig eig­in­kon­una Maríönnu Barböru Kristjáns­son og sjö upp­kom­in börn, þau Guðrúnu Ástu, Ingi­björgu Guðrúnu, Kristján Andra, Kol­bein Má, Arn­ar Berg, Mar­gréti Maríu og Júrek Brján.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert