Gagnrýna óhefðbundnar lækningar

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um fimmtíu sálfræðingar hafa skrifað undir yfirlýsingu sem var nýlega send Sálfræðingafélagi Íslands þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum af notkun óhefðbundinna læknismeðferða við geðsjúkdómum.

Í bréfinu kemur fram gagnrýni á dagskrá málþings um samþætta heilbrigðisþjónustu, að því er kom fram kvöldfréttum RÚV.

Þar var meðal annars fjallað um nálastungumeðferðir, jóga og fleiri óhefðbundnar meðferðir.

Í bréfinu fara sálfræðingarnir fram á að Sálfræðingafélagið gagnrýni að slíkum aðferðum og nálgunum sé gert hátt undir höfði af heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir fólki með geðræn vandamál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert