Enn sem komið er er afskaplega lítið að frétta af kjarasamningum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins, að sögn Áslaugar Írisar Valsdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands.
Áslaug Íris sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að haldinn hefði verið félagsfundur í fyrradag þar sem farið var yfir kjaramálin og stöðuna í samningaviðræðunum, en kjaradeilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara.
„Það er alveg ljóst að Ljósmæðrafélag Íslands og samninganefnd ríkisins eru alls ekki sammála,“ sagði Áslaug Íris.
Hún segir að félagsfundurinn hafi ekki verið haldinn til þess að ákveða einhverjar aðgerðir heldur til þess að upplýsa félagsmenn um stöðuna.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.