Dimma hlýtur góðar viðtökur á Englandi

Bókin Dimma eftir Ragnar Jónasson er komin út á Englandi.
Bókin Dimma eftir Ragnar Jónasson er komin út á Englandi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skáldsagan Dimma (e. The Darkness) eftir Ragnar Jónasson kom út á Englandi í enskri þýðingu Victoriu Cribb, hjá risaforlaginu Penguin, í liðinni viku og hefur hlotið frábærar viðtökur, bæði hjá The Guardian og Sunday Times.

Umsögn Joan Smith hjá The Sunday Times segir skáldsögu Ragnars stórkostlega og að þríleikurinn um aðalsöguhetjuna, Huldu Hermannsdóttur, skapi henni sess sem ein af mögnuðustu tragísku kvensöguhetju nútímaglæpasagna.

Í umsögn Lauru Wilson hjá Guardian segir að söguþráðurinn sé snilldarlega fléttaður og endirinn rosalegur. Þá hefur hún einnig orð á því að bókin sé sú fyrsta í þríleik, sem séu góðar fréttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert