Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

Einn er í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar á innbrotum í …
Einn er í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar á innbrotum í gagnaver í byrjun ársins.

Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við mbl.is að íslenskur karlmaður sitji í gæsluvarðhaldi grunaður um innbrot í gagnaver. Spurður hvort rannsókn málsins bendi til þess að innbrot í þrjú gagnaver tengist, segir Ólafur að grunur sé um að tengsl gætu verið á milli innbrotanna. Séu tengsl á milli er málið eitt stærsta þjófnaðarmál sem upp hefur komið hér á landi.

Að sögn Ólafs er að koma ákveðin heildarmynd á innbrotin í gagnaverin en alls var 600 tölvum stolið og er búnaðurinn talinn vera 200 milljóna króna virði. Ólafur Helgi gat ekki svarað því hvort einhver verðmæti væru til viðbótar í hugbúnaði tölvubúnaðarins.

Maðurinn sem nú er í haldi lögreglu situr í gæsluvarðhaldi til 16. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert