Haukur ekki í haldi Tyrkja

Haukur Hilmarsson.
Haukur Hilmarsson. Ljósmynd/Aðsend

Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.

Þetta kom fram þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi nú síðdegis við Nurettin Canikli, varnarmálaráðherra Tyrklands, um mál Hauks.

Að því er kemur fram í upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu gat Canikli ekki veitt upplýsingar um afdrif Hauks að öðru leyti.

Hann sagði að tyrknesk hernaðaryfirvöld myndu liðsinna íslenskum stjórnvöldum við leitina að honum.

Ástvinum Hauks hefur verið greint frá efnisatriðum samtals ráðherranna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert