„Þetta hefur aldrei farið eins vel af stað varðandi fjölda hvalategunda,“ segir Heimir Harðarson, skipstjóri hjá Norðursiglingu, um mikinn fjölda tegunda í Skjálfandaflóa undanfarið.
Hann segir að það sem af er vertíðar hafi átta tegundir sést í flóanum, en það er met. „Það er ennþá mars og ég held að við höfum aldrei séð annan eins fjölda,“ segir Heimir í Morgunblaðinu í dag.
Í gær sáust höfrungar, langreyður, búrhvalir og steypireyður í flóanum. Hann segir að búrhvalir séu afar sjaldgæf sjón í hvalaskoðun.