Lögðu krans á leiði Birnu

Skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq létu fyrir skömmu leggja krans á leiði Birnu Brjánsdóttur. Vildu skipverjarnir með þessu minnast þess að rúmt ár er frá láti Birnu.

Frá þessu er greint á grænlenska fréttavefnum Sermitsiaq. Segir þar að kransinn hafi verið fluttur til landsins í febrúar í tengslum við áhafnaskipti á togaranum og hann hafi svo verið lagður á leiði Birnu í byrjun þessa mánaðar.

Thomas Möller Olsen, sem var skipverji á togaranum, var síðasta haust dæmdur til 19 ára fangelsisvistar fyrir morðið á Birnu og fyrir tilraun til að smygla yfir 23 kílóum af kannabisefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert