Grunnskólakennarar felldu kjarasamninginn

Grunnskólakennarar felldu kjarasamninginn.
Grunnskólakennarar felldu kjarasamninginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%.

FG og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Já sögðu 1.128 eða 29,74%, nei sögðu 2.599 eða 68,52%, auðir 66 eða 1,74%. Á kjörskrá voru 4.697 og atkvæði greiddu 3.793 eða 80,75%


 

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert