„Hann var alveg brjálaður“

Khaled Cairo við þingfestingu Hagamelsmálsins. Hann er ákærður fyrir að …
Khaled Cairo við þingfestingu Hagamelsmálsins. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt Sanitu Braune. mbl.is/Hari

„Hann var alveg brjálaður þegar ég opnaði dyrnar,“ sagði vitni sem kom að Hagamel kvöldið sem Sanita Braune lést síðasta haust. Maðurinn ætlaði að hitta Sanitu en þau höfðu átt í sambandi.

Ég sá að honum var heitt í hamsi og sagði nágrannanum um leið að hringja í lögregluna. Mig grunaði samt ekki að málið tæki þessa stefnu. Hann var mjög, mjög, mjög reiður,“ sagði vitnið.

Hann sagðist hafa komið að Hagamelnum og nágranni Sanitu hleypti honum upp. Hann sagðist hafa komið inn og séð konu og karl rífast inn í herbergi hennar. Þau voru, að hans sögn, að rífast út af símtali og skilaboðum frá vitninu.

Aðspurður sagði vitnið að Sanita hafi verið í buxum en ákærði hafi verið í engu nema nærbuxum og þau voru uppi í rúmi.

Vitnið sagðist hafa hugsað þegar hann kom inn og sá brotaþola með ákærða að hún væri að hitta einhvern annan en hann. „Ég kem inn í húsið og sé nakinn mann og hugsa að hún eigi í öðru sambandi,“ sagði vitnið.

Hann sagði nágrannanum að hringja á lögregluna og lét sig hverfa af vettvangi, eins og áður sagði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert