Húsin standa á súlum

Starfsmenn Ístaks vinna nú að því að reka niður forsteyptar …
Starfsmenn Ístaks vinna nú að því að reka niður forsteyptar súlurnar með stórvirkum vélum. Ljósmynd/Guðmundur Árnason.

Jarðvegs­fram­kvæmd­ir eru hafn­ar á lóðinni við Keilu­granda 1-11 í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Þarna mun hús­næðis­sam­vinnu­fé­lagið Bú­seti reisa alls 13 hús, stór og smá, með sam­tals 78 íbúðum.

Jarðvegs­rann­sókn­ir hafa farið fram og leiddu niður­stöður þeirra í ljós að grund­un hús­anna þarf að fara fram með niður­rekstri á súl­um sem munu mynda und­ir­stöður hús­anna.

Um er að ræða u.þ.b. 240 for­steypt­ar súl­ur sem verða rekn­ar niður að meðaltali átta metra niður í klöpp. Bú­seti hef­ur samið við fyr­ir­tækið Ístak um fram­kvæmd­ina. Sam­kvæmt ver­káætl­un á fram­kvæmd­um að ljúka um mánaðamót­in, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu  í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert