Laun yfirstjórnar VR voru 54,2 milljónir króna á seinasta ári og hækkuðu úr 42,6 milljónum frá árinu á undan.
Í nýútkominni ársskýrslu VR kemur fram að laun yfirstjórnar skiptast þannig að laun og bifreiðastyrkir formanna VR voru 26,3 milljónir kr. í fyrra en þessir þættir námu 17 milljónum á árinu 2016.
Formannaskipti áttu sér stað á seinasta ári en Ragnar Þór Ingólfsson tók við sem formaður 28. mars í fyrra af Ólafíu B. Rafnsdóttur, fyrrv. formanni. Ekki kemur fram hvernig fjárhæðin skiptist á milli þeirra á síðasta ári. Laun og bifreiðastyrkur framkvæmdastjóra VR var 17,5 milljónir í fyrra en 17 millj. kr. árið 2016 og laun stjórnar voru 9,6 milljónir og hækkuðu um eina milljón á milli ára.