Aðalmeðferð í máli karlmannsins, sem er grunaður um að hafa tælt 18 ára dreng til samræðis í nokkur skipti eftir að hafa gefið honum mikið magn lyfja í um vikutíma, hefst föstudaginn 13. apríl fyrir héraðsdómi Reykjaness. Þetta staðfestir Óli Ingi Ólason saksóknari.
Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 12. apríl.