Framkvæmir fyrir 1,7 milljarða

Flugskýli 831. Stefnt er að því að framkvæmdir við endurbætur …
Flugskýli 831. Stefnt er að því að framkvæmdir við endurbætur á flugskýlinu muni geta hafist í haust. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Útboðsgögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Bandaríkjahers á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli voru birt í gær, 22. mars.

Um er að ræða tvö verkefni, annars vegar hönnun og verkframkvæmd vegna breytinga á flugskýli 831 og hins vegar hönnun og bygging sjálfvirkrar þvottastöðvar fyrir flugvélar.

NATO fjármagnar verkefnin að fullu, en áætlaður kostnaður við þau er liðlega 1,7 milljarðar króna, eða um 17 milljónir Bandaríkjadala. Borgar Bandaríkjaher framkvæmdirnar í heild, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert