Fjarðabyggð og Breiðdalshreppur sameinast

Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Sameining Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps var samþykkt í gærkvöldi. Alls greiddu 85% kjósenda atkvæði með sameiningunni.

Alls greiddu 100 atkvæði og sögðu 85 þeirra já. 14 sögðu nei og einn seðill var auður. Á kjörskrá voru 155 og kjörsókn því 64,5%, að því er kemur fram á vefsíðu Breiðdalshrepps.

Með sameiningu verður til sveitarfélag með tæplega 5.000 íbúa og stærð þess verður 1.615 ferkílómetrar. Sveitarfélagið verður það tíunda fjölmennasta og tuttugasta víðfeðmasta á landinu, að því er segir á vefsíðu Fjarðabyggðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka