Alvarlega slasaður eftir bílveltu

mbl.is/Hjörtur

Karlmaður á fertugsaldri slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt út af Reykjanesbrautinni í nótt. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var farið með manninn á Landspítalann þar sem hann gengst nú undir aðgerð.

Farþegi í bílnum slapp betur og hefur verið útskrifaður af slysadeild.

Bíllinn var á vesturleið er slysið átti sér stað, nærri Vogastapa sem er í nágrenni Grindavíkurafleggjara, um hálfþrjúleytið í nótt.

Orsök slyssins er óljós að sögn lögreglu, en rannsókn á tildrögum þess er þegar hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert