Hafnfirðingar þrýsta á þingmenn um tvöföldun

Reykjanesbraut. Hafnfirðingar vilja að tryggt verði að framkvæmdum við tvöföldun …
Reykjanesbraut. Hafnfirðingar vilja að tryggt verði að framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar verði lokið á næstu fjórum árum og þrýsta því á þingmenn, samgönguráðherra og Vegagerðina. mbl.is/​Hari

Hafnfirðingar, bæði bæjarstjórn og íbúar bæjarins, eru orðnir afar óþolinmóðir eftir að hafnar verði framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg.

Í síðustu viku sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar þingmönnum og samgönguráðherra ályktun þar sem skorað er á þingmenn og samgönguráðherra að sjá til þess að framkvæmdir hefjist þegar á þessu ári og þeim verði lokið á árinu 2019.

Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, sagði í gær að 47.300 bílar færu um Reykjanesbraut á sólarhring á þeim hluta Reykjanesbrautar sem Hafnfirðingar vildu að yrði tvöfaldaður. „Það er rétt, við erum langþreytt á umferðarþunganum á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum bæinn og ekki síður á slysahættunni og höfum þess vegna beitt okkur af krafti í þeirri von að við fáum úrlausn okkar mála,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert