Vindmælir fauk í Öræfum

Vindmælirinn sem fauk við Virkisá í Öræfum.
Vindmælirinn sem fauk við Virkisá í Öræfum. Ljósmynd/Ólafur B. Schram

Leiðsögumaður­inn Ólaf­ur B. Schram var á ferð í Öræfa­sveit þegar á vegi hans varð vind­mæl­ir sem hafði fokið. Þjóðvegi 1 um Skeiðar­ársand og Öræfi var lokað í morg­un vegna hvassviðris og stóð lok­un­in fram eft­ir degi. Ólaf­ur rakst á mæl­inn við brúna yfir Virk­isá.

„Hann virt­ist hafa rifnað upp, hann var strengd­ur niður með alla­vega tveim­ur vír­um og fest­ur þarna við stein og það var bara allt komið upp úr jörðinni. Ég held að þess­ir mæl­ar séu að mæla yfir 50 m/​s svo þetta hlýt­ur að hafa verið meira en það,“ seg­ir Ólaf­ur í sam­tali við mbl.is.

„Það var ann­ar mæl­ir þarna líka sem stóð uppi og ég fór að at­huga hvort þetta hefði verið tekið niður en það var þá mjög klaufa­lega gert.“ Ólaf­ur hitti svo björg­un­ar­sveit­ar­menn sem voru að opna veg­inn og þeir staðfestu að mæl­ir­inn hafi fokið. Hann seg­ir kald­hæðnis­legt að vind­mæl­ir skuli fjúka.

Sjálf­ur var Ólaf­ur í Hofi í nótt, sem er inn­an svæðis­ins þar sem lokað var í dag vegna hvassviðris, og því var hann einn á ferð á svæðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert