Hópur vöðusela náðist á upptöku

Alls var hægt að telja a.m.k. 54 dýr.
Alls var hægt að telja a.m.k. 54 dýr. Skjáskot úr myndskeiði Náttúrustofunnar

Hópur vöðusela dvelur nú við Fjallahöfn í Kelduhverfi og leiddu athuganir í dag í ljós að í hópnum eru að minnsta kosti 54 dýr. Virðast langflestir selanna vera á unglingsaldri tegundarinnar, en þó má greina fáein fullorðin dýr inn á milli.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Náttúrustofu Norðausturlands. Segir þar að um sé að ræða annan veturinn í röð þar sem hópur vöðusela finnst í Öxarfirði. Fram kemur einnig að á þessum tíma árs séu fullorðin dýr í grennd við hafísinn á Austur- og Norðaustur-Grænlandi þar sem urturnar kæpi.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hluta hópsins synda austur með fjörunni, þar á meðal fullorðin brimil með dökku flekkina á baki og höfði, en yngri dýr þekkjast á flekkóttum feldi, að því er Náttúrustofan greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka