Mikill munur á fylgi eftir hverfum

Vesturbæingar virðast ætla að kjósa Samfylkinguna í vor, en Grafarvogsbúar …
Vesturbæingar virðast ætla að kjósa Samfylkinguna í vor, en Grafarvogsbúar Sjálfstæðisflokkinn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikill munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í vesturhluta borgarinnar annars vegar og úthverfunum hins vegar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið um fylgi framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Niðurstöðurnar sýna að Sam­fylk­ing­in er stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn næst stærsti, en munur á fylgi milli hverfa athyglisverður.

Í Vesturbænum nýtur Samfylkingin stuðnings 42,6% kjósenda, 39,7% í Hlíðahverfi, 38% í Laugardal og 36% í Miðborginni. Í Grafarholti, Úlfarsárdal og Kjalarnesi mælist stuðningur við flokkinn aðeins 20% og 22,3% í Grafarvogi.

Sjálfstæðisflokkurinn sækir aftur á móti mestan stuðning til íbúa í Grafarvogi, 42,1% og 37% í Grafarholti, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Þá er fylgi flokksins í Árbæ 36% og í Breiðholti 32,6%. Í Vesturbænum ætla fáir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 12,1%, og í Hlíðahverfi 17,9%.

Einnig er mikill munur á afstöðu kynjanna, sérstaklega til tveggja flokka, Sjálfstæðisflokksins og VG. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 32,7% karla en aðeins 21,6% kvenna. Þessu er öfugt farið hjá VG. Stuðningur kvenna við flokkinn mælist 18,8% en karla aðeins 7,3%. Fylgi Samfylkingarinnar með tilliti til kynja er mjög svipað.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða á gagnvirkan hátt dreifingu fylgis með tilliti til aldurs, búsetu og kyns.

Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert