46 skipa sérsveit ríkislögreglustjóra

Sérsveit ríkislögreglustjóra að störfum við Ægisíðu í byrjun mánaðarins.
Sérsveit ríkislögreglustjóra að störfum við Ægisíðu í byrjun mánaðarins. mbl.is/Eggert

Sérsveit ríkislögreglustjóra skipa 46 einstaklingar, en það er um þriðjungur af fjölda starfsmanna embættisins. Samtals störfuðu þar 133 í ársbyrjun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um starfsemi sérsveitarinnar.

Samkvæmt svarinu er sérsveitin stærsta einstaka deild ríkislögreglustjóra, en þar á eftir er fjarskiptamiðstöð með 19 starfsmenn. Í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra starfa tíu manns og í greiningardeildinni eru níu starfsmenn. Hjá almannavarnadeild, stoðdeild og við rekstur upplýsingakerfa starfa svo á hverri deild átta starfsmenn. Sex starfa svo við mennta- og starfsþróun og einnig sex við tölfræði. Þá eru fjórir sem starfa við rekstur lögreglubifreiða.

Auk ríkislögreglustjóra eru svo sjö aðrir stjórnendur hjá embættinu og einn sem er tengiliður við Europol.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka