Uppsagnir meðal ljósmæðra

Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í ágúst í fyrra …
Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í ágúst í fyrra og hefur hvorki gengið né rekið í kjaraviðræðunum á þeim tíma. mbl.is/Eggert

Þrettán ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum síðustu daga. Ein þeirra segir ljósmæður ekki ætla í verkfall, frekar leiti þær á önnur mið. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Hvorki gengur né rekur í rúmlega sex mánaða kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands við ríkið. Fram kemur, að næsti fundur í deilunni verði eftir páska en ljósmæður segja að ábyrgð þeirra og menntun sé ekki metin til launa. 275 ljósmæður eru starfandi hér á landi, þar af tæplega 150 á Landspítalanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert