Voru tveir að færa gröfu af vagni

Mikið viðbragð var vegna slyssins en maðurinn endaði undir beltagröfu …
Mikið viðbragð var vegna slyssins en maðurinn endaði undir beltagröfu sem valt af vagni þegar verið var að taka hana af pallinum. Ljósmynd/Samsett mynd

Tveir menn voru að færa beltagröfu af vélaflutningavagni þegar óhapp varð með þeim afleiðingum að grafan valt út af vagninum, á hliðina, og ofan á annan mannanna í gærkvöldi.

Slysið varð við bóndabæ skammt utan Hvolsvallar og var fjölmennt lið lögreglu, björgunarsveita og Brunavarna Rangárvallasýslu kallað út. Maðurinn liggur enn á sjúkrahúsi.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að maðurinn hafi hlotið einhver beinbrot við óhappið en hann sé við góða meðvitund og vel settur miðað við aðstæður.

Sá sem var með manninum tilkynnti um slysið og fór strax að taka til strengi og tól  til að rétta gröfuna af, segir Oddur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert