Hundur beit barn í andlitið

mbl.is/Eggert

Ungt barn var í gær flutt á spít­ala eft­ir að hund­ur beit and­lit þess illa í Kópa­vogi þannig að veru­lega sá á and­lit­inu. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni í Kópa­vogi var farið með hund­inn á dýra­spítala og var hon­um lógað en ekki voru til­tæk­ar upp­lýs­ing­ar um líðan barns­ins. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er barnið fimm ára gam­alt og var um að ræða stóra teg­und hunds. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert