Fjórtán manns eru slasaðir eftir alvarleg umferðarslys

Þyrla Landhelgisgæslu Íslands lenti með slasaða við Landspítalann í Fossvogi …
Þyrla Landhelgisgæslu Íslands lenti með slasaða við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 15, en fremstur t.h. á myndinni er þyrlulæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórtán manns slösuðust í tveimur umferðarslysum í gærdag. Varð annað þeirra við Blönduós en hitt á Grindavíkurvegi.

Alls slösuðust sjö í árekstri tveggja fólksbíla á Norðurlandsvegi sunnan Blönduóss, skammt frá Laxá á Ásum. Þar af voru þrír þeirra fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Ekki fengust í gærkvöldi nánari upplýsingar um líðan fólksins. Hinir fjórir voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, en samkvæmt upplýsingum þaðan voru meiðsli þeirra minniháttar. Var fólkið útskrifað að lokinni skoðun.

Þá slösuðust einnig sjö manns í þriggja bíla árekstri á Grindavíkurvegi, skammt sunnan Seltjarnar, um svipað leyti. Þrír þeirra voru fluttir á Landspítalann, en fjórir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Meiðsl þeirra voru minniháttar. Ekki fengust upplýsingar um líðan þeirra sem fluttir voru á Landspítalann. Stefán Rafn Rafnsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, segir tildrög slyssins vera til rannsóknar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert