Áverkar á líki mannsins

Niðurstaða bráðabirgðakrufningar liggur fyrir.
Niðurstaða bráðabirgðakrufningar liggur fyrir.

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki Ragnars Lýðssonar, sem lést snemma á laugardagsmorgun í uppsveitum Árnessýslu, gefur til kynna að áverkar hafi verið á líkinu sem hafi leitt hann til dauða.

Þetta kemur fram á vefsíðu lögreglunnar. 

Þar segir enn fremur að rannsókn málsins sé umfangsmikil og unnin í samvinnu lögreglunnar á Suðurlandi, tæknideildar Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og réttarmeinafræðings Landspítala háskólasjúkrahúss.

Grunaður um manndráp

Bróðir Ragnars var á laugardagskvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudagsins 9. apríl vegna málsins. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við mbl.is að bróðirinn sé grunaður um manndráp.

Maður­inn var hand­tek­inn ásamt bróður sín­um á laugardag, en þá hafði verið til­kynnt að Ragnar væri lát­inn. Voru um­merki um átök þegar lög­reglu bar að garði og voru bræðurn­ir í kjöl­farið hand­tekn­ir. Lög­regl­an sleppti hinum bróðurn­um hins veg­ar um kvöldmatarleyti á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert