Mjög sjaldgæft að svona máli komi upp

Barnið var bitið í Kópavogi á föstudaginn langa.
Barnið var bitið í Kópavogi á föstudaginn langa. mbl.is/Hjörtur

Mjög sjald­gæft er að jafnal­var­leg mál og þegar barn var bitið illa af hundi í Kópa­vogi á föstu­dag komi á borð Heil­brigðis­eft­ir­lits Hafn­ar­fjarðar, Kópa­vogs og Garðabæj­ar.

Þetta seg­ir Guðmund­ur Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­inn­ar.

Hann veit ekki hvenær mál í lík­ingu við þetta kom síðast upp. Oft­ast koma upp mál sem kall­ast ógn­un eða árás þar sem hund­ur glefs­ar í klæðnað.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu óskaði eft­ir því að stofn­un­in rann­sakaði málið sem kom upp á föstu­dag. „Þegar mál koma til okk­ar verðum við að skoða all­ar hliðar á þeim, tala við þá sem voru á vett­vangi og svo get­um við tekið ákvörðun,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Okk­ar hlut­verk er að sjá til þess að þetta end­ur­taki sig ekki.“

Hann nefn­ir að mein­laus­ustu dýr geti verið hættu­leg og það sé alltaf á ábyrgð eig­and­ans að passa dýrið sitt. Bend­ir hann á 11. grein samþykkt­ar um hunda­hald í Bessastaðahreppi, Garðabæ, Kópa­vogi og Hafnar­f­irði í því sam­hengi.

Mein­laus­ustu dýr geta verið hættu­leg

Fram kom í frétt mbl.is um barnið sem var bitið að póst­b­urðarmaður hafi áður verið bit­inn af sama hundi.

Guðmund­ur seg­ir að ef póst­b­urðarmaður er bit­inn, eða aðrir starfs­menn, séu þeir beðnir um að tala við sinn yf­ir­mann. Fyr­ir­tækið myndi í fram­hald­inu til­kynna heil­brigðis­eft­ir­lit­inu form­lega um at­vikið. Guðmund­ur kveðst ekki sjá í fljótu bragði að Póst­ur­inn hafi gert það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert