Slasaðir útskrifaðir af spítala

Frá Grindavíkurvegi.
Frá Grindavíkurvegi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Meiðsli þeirra sem slösuðust í þriggja bíla árekstri á Grindavíkurvegi, skammt sunnan Seltjarnar, í gær voru minniháttar. Sjö einstaklingar sem voru fluttir á spítala vegna slyssins eru útskrifaðir.

Þrír voru fluttir á Landspítalann eftir slysið og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum eru þeir útskrifaðir þaðan. Auk þess voru fjórir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðslum þeirra var lýst sem minniháttar í gær.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar en talið er að einn bíll hafi verið á öfugum vegarhelmingi og það hafi valdið slysinu.

„Þetta þolir enga bið og þarf að laga sem allra fyrst,“ seg­ir Krist­ín María Birg­is­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs Grinda­vík­ur, um þriggja bíla árekst­ur sem varð á Grindu­vík­ur­vegi í gær. Und­an­farið ár hafa nokk­ur slys orðið þar sem áður­nefnt slys átti sér stað, þar af tvö bana­slys.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert